Første gang – anden gang – tredje gang, við syndum og syndum

18052014333

Síðustu helgi var frekar rólegt hérna þar sem flestir voru að jafna sig eftir skemmtilega ferð til Brugge. Við nýttum þó góða veðrið, sátum úti og spiluðum Uno af miklu kappi. Ég var orðin ágæt en kappið var mikið og samkeppnin hörð. 

17052014332

17052014331

Við fluttum eldamennskuna einnig út að hluta og kveiktum í bálkestinum ásamt kennara á vakt og bökuðum brauð yfir honum í kaffinu.

17052014330

Þjóðhátíðardagur Normanna, 17. maí var einnig síðustu helgi. Þar sem það er Normaður í skólanum var að sjálfsögðu haldið upp á daginn með því að hafa fánann uppi við.

20052014343

Það kom danskur leikari eitt kvöldið í þessari viku og var með ágætis sýningu fyrir okkur. Það var eins konar blönduð list, leiklist, söngur og nokkurs konar töfrabrögð, mjög skemmtilegt samspil. 

20052014342

Við tókum líka boltaleikinn Fisk af og til í þessari viku, ekki alveg ónýtt þó að ég hafi verið mjög iðin við að detta oftast út í miðjunni.

22052014352

Í ,,Lille fællesfag“ kom hingað hljómsveit sem hefur verið að túra um Danmörku og spilaði fyrir okkur. Það var ágætt, þó svo að tónlistin hafi kannski ekki alveg verið minn tebolli. 

22052014351

Í faginu ,,Madlavning“ elduðum við hádegismatinn eins og venja er og kynntum svo matinn. Í þeim matartíma var einn kennarinn svo sendur inn í eldhús þegar kom að ,,tid til beskede“ til að sækja einn matráðinn sem átti afmæli þann dag til að nemendur og aðrir sem voru í mat gætu sungið afmælissönginn fyrir hana óvænt, mjög skemmtileg stund. 

22052014350

Það var mikið um að vera í morgunstundum í þessari viku. Í einni þeirra fengum við að sjá myndir frá bæjarhátíð sem er haldin hérna árlega og síðan var stór hópmyndataka í annarri svo dæmi sé tekið. 

21052014349

Í faginu ,,Idrætt på tværs“ fórum við í ratleik sem var út um allan skóla og allan bæ og var byggður á spilinu Cluedo. Mjög skemmtilegt og upplífgandi. Þennan dag var einnig mjög gott veður og þau sem eru í faginu ,,Lejebålsgitar“ settust því við bálköstin í garðinum, kveiktu upp í honum og spiluðu. 

21052014348

Þau sem eru í faginu ,,Kor“ buðu upp á stutta tónleika hér einn daginn og byggðu upp eins konar sögu sem þau sungu og léku í gegn, áhugavert og skemmtilegt.

22052014354

20052014340

Skúringarfötur, gosflöskur, garðslöngur, plastdúkar og sápa eru hlutir sem öðluðust víðara gildi í þessari viku. Vegna veðurs (hita og sólar) var ákveðið að heyja ,,vandekrig“ einn daginn. Mikil barátta og æsingur en mest um skemmtun. Ég tók þátt, þó ekki mikinn en það var sko alls ekkert verra að sitja í hjólastól því maður gat farið ansi hratt yfir með vatnið. Síðar í vikunni ákváðu nokkrir nemendur svo að búa til vatnsrennibraut í garðinum og aftur varð úr hin besta skemmtun.

20052014339

Ljósmyndasýning í andyrinu hjá þeim sem eru í Ljósmyndun hérna. Síðan var kosið um bestu myndina. 

20052014338

Þau sem eru í faginu ,,Friluftsliv“ undirbjuggu sólarhringsdvöl undir berum himni í þessari viku og prófuðu allskonar tæki og tól sem hægt er að nota utandyra á meðan þau sem eru í ,,forelskens psykologi“ spáðu í stefnumót úti í sólinni.

23052014359

Hér í skólanum býðst þeim nemendum sem vilja að fara til Tanzaníu ásamt kennara sem hefur mikla tengingu við landið. Þar kynnast nemendur landi og þjóð og svo taka þeir þátt í góðgerðarmálum. Ég er reyndar ekki á leiðinni í slíka ferð. En það er áralöng hefð fyrir því hér í skólanum að þeir nemendur sem eru að fara haldi uppboð og safni til góðgerðarmálanna sem þau taka þátt í og var haldið eitt slíkt í þessari viku. Þar er ýmislegt á boðstólnum. Allt frá skóm og upp í að nemendur bjóði öðrum nemendum sem hæst bjóða aðstoð við herbergisþrif og svo mætti lengi telja. Ég og aðstoðarkonan mín buðum hæstbjóðanda ferð í matvörubúðina á hjólastól ásamt aðstoðarkonu og með fylgdi að viðkomandi mátti velja hversu langt ég myndi synda einn daginn, sem ég býst fastlega við að verði langt (já, við elskum gráa svæðið hér í skólanum).

Þá er þessi vika liðinn og hefur verið mjög skemmtileg. Eins og sjá má var gott veður og var það nýtt til hins ítrasta. En á milli þess sem við höfum notið góða veðursins hefur margt verið í gangi innandyra. Hápunktur vikunnar var engu að síður uppboð sem haldið var af þeim sem eru á leið til Tanzaníu.

Það var mikið um dýrðir í lok vikunnar þegar uppboðið var haldið. ,,Første gang – anden gang – tredje gang“ mátti heyra óma í hvers skipti sem eitthvað var selt hæstbjóðanda. Eins og sést hefur buðum við aðstoðarkonan mín búðarferð í hjólastól ásamt aðstoðarmanni og með fylgdi að viðkomandi mátti velja hversu langt ég myndi synda.

Það kæmi mér í sjálfu sér ekkert á óvart að nú séu eitthverjir að pæla í hvernig okkur datt í hug að leika okkur með hjálpartæki. En það hefur svo sannarlega sýnt sig að það hefur brotið nokkra ísjaka félagslega að fá að prófa hjálpartækin mín, en það ber þó að taka það fram að fylgsta öryggis er gætt í slíkum leik. Það sem skiptir þó engu að síður mestu máli er að ég er bara hluti af hópnum og þetta er ekki aðalmálið leika sér með hjálpartækin, er oft eitthvað sem byrjar á eitthverju gríni. Ég hlakka líka svolítið til að heyra hversu langt ég á að synda í þessu tilboði og sömuleiðis hvernig viðkomandi gengur að versla inn í hjólastól, því við njótum þess svo sannarlega í botn að vera á gráa svæðinu hér í skólanum. Því það erum jú við sjálf sem höfum eitthvað um það að segja á hvaða svæði við erum.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Første gang – anden gang – tredje gang, við syndum og syndum

  1. Ásta sagði:

    mikið er alltaf gaman að lesa pistlana þína 🙂 við hlökkum til að heyra hversu löng sundferðin verður 🙂 hahaha einnig væri gaman að fá að vita með búðarferðina hvernig fer 😉

Færðu inn athugasemd