Góðan daginn, Dzień dobry, god morgen……

10042014140

Karaoke stemming í Store Skolestue í ,,interassegruppe“ í japönsku. Ýmsar gerðir af sönghæfileikum komu í ljós.

11042014143

Eftir að hafa átt frekar stirðan fimtudag (og reyndar örlítið erfiða daga upp á síðkastið) var upplagt að enda vikuna á að rétta lundina aðeins við og skella sér til Vejle. Þau sem eru í faginu ,,Kor“ fóru og sungu fyrir gesti og gangandi á meðan þau sem eru í ,,styrkefitness“ fóru í hnefaleika (fyrir forvitna: já, ég tók fullan þátt í tímanum). En hér sést yfir á smíðaverkstæði skólans þar sem handlagnir geta notið sín vel á meðan við biðum eftir rútunni.

08042014134

Það kom danskur uppistandari hingað eitt kvöldið í þessari viku. Hann var mjög góður en reyndar var þetta fulldanskt á köflum og ég náði ekki öllum bröndurunum. 

07042014132

Ef eitthver á erfitt með skap, þá hefur þessi skóli snilldarlausn. Þetta hangir til dæmis í „gangkøkkenet“ á mínum heimavistargangi (getið smellt til að stækka).

06042014126

Síðustu helgi var heimavistin mín, Langeborg Nederest með Kulturvagt. En hér er það þannig að heimavistirnar skiptast á að skipuleggja helgardagskránna fyrir þá sem eru hérna og kallast það Kulturvagt. Við ákváðum að hafa ,,Kagedyst & Banko“. Þá kepptust hinar heimavistirnar um að búa til bestu lagkökuna og við frá Langeborg Nederest vorum dómarar. Síðan var spilað Banko (Bingó).

06042014125

Hluti af því að hafa Kulturvagt er að þrífa og taka til á Midgård (skólakránni) í samráði við kennara á vakt. Hérna er ég að gera mitt besta til að þurrka af borðum.

07042014133

Spilakvöld í „Pejestuen“. Hér í skólanum er rúmgóð setustofa þar sem má meðal annars finna fjölmörg skemmtileg spil.

10042014136

Í þessari viku var sérstakur dagur með nemendum úr grunnskólanum hér á svæðinu. Þau byrjuðu á morgunstund með okkur þar sem við sungum saman eins og venjulega. Eftir það komu nokkrir erlendir nemendur og sögðu ,,góðan daginn“ á sínu móðurmáli. Í lokin var farið í japanska morgunleikfimi (það er klárlega eitthvað sem gæti mögulega nýst sem bakkaupphitun í sundi) sem hressti mannskapinn vel við fyrir daginn.

 

10042014138

Ég tók þátt í að skipuleggja og sjá íþróttatíma fyrir tvo bekki úr grunnskólanum ásamt nokkrum skólafélögum og íþróttakennaranum hérna þegar grunnskólakrakkarnir komu. Einnig var margt fleira á dagskránni eins og leiklist, tónlist, listir og margt fleira.

,,god morgen“

Með þessum orðum enda flestar morgunstundir hérna í skólanum. En eins og sést á myndunum var nokkurs konar ,,grunnskóladagur“ hér í þessari viku. Hann var mjög áhugaverður og skemmtileg upplifun að vinna með börnunum. Eins og sjá má einnig var það hluti af dagskránni að nemendur af erlendum uppruna sögðu ,,góðan daginn“ á sínu móðurmáli.

Hér eru nemendur frá hinum ýmsu löndum eins og til dæmis: Íslandi, Danmörku, Noregi, Póllandi, Sómalíu, Ungverjalandi, Íran og Japan. Það gefur skólalífinu hérna ansi skemmtilegan blæ, enda er mjög sjaldan eitthver sem er ,,farþegi“, það standa allir saman og eru í sama boxinu.

,,Det er en oplevelse for livet“

Þetta er fyrirsögnin á plakati sem hangir í herberginu mínu sem kynning á skólanum. Þetta er partur af umsögn sem einn nemandi skrifaði um skólann eftir að hafa verið hér. Enda hefur það líka komið á daginn að flestum þykir gaman hérna, þó að hlutirnir séu auðvitað misskemmtilegir því það eru jú engir tveir eins. Fyrir stuttu var til að mynda nemandi að hætta hérna og það var ekki laust við að það sæjust tár á hvarmi þegar hann kvaddi, en hann var líka kominn í heimsókn aftur tæplega viku seinna. Þetta finnst mér í það minnst sýna að flestir finna eitthvað við sitt hæfi og ná að njóta sín á eitthverjum sviðum. Eins og ég sagði síðast þá eru einkunnarorð skólans: ,,Frihed til Forskelligheden“ sem þýðir að það á að flestir ættu möguleg að geta verið hérna óháð áhugamálum, þjóðerni, eða samfélagsstöðu. Við erum bara eins og við erum.

Að lokum langar mig að ítreka að ef það er eitthver sem vill spyrja af eitthverju eða er með eitthverjar pælingar, endilega hafa samband, óháð því hvort þið þekkið mig eða ekki og verið óhrædd, engin spurning eða pæling er asnaleg. Eins ef það er eitthver sem er að hugsa um að fara í lýðháskóla, þá er ég meira en til í að hjálpa.

Vorkveðjur heim á klakann.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Góðan daginn, Dzień dobry, god morgen……

  1. Ásta sagði:

    Það er alltaf svo gaman að lesa bloggin og fylgjast með lífinu í lýðháskólanum 🙂 Við Guðrún erum svo sannarlega búnar að ræða mikið um hversu frábært var að koma og sjá hvernig allt fer fram… er enn aðreyna að sannfæra Guðrúnu um að setja upp svona pirringsmiða hahaha. Ég tek við vorkveðjum þrátt fyrir páskahret hér á landi 😉 Gleðilega páska Anna Kritín 🙂

Færðu inn athugasemd